Ég held að þetta sé mynd sem næstum því hver sem er getur haft gaman af. Ég horfði á hana með frænda mínum sem er 11 ára en hann þurfti að fara þegar hálftími var eftir af myndinni. Pabbi hans þurfti nánast að draga hann frá skjánum.
Eitt það besta við Seven Samurai er hversu skýr og einföld frásögnin er. Bestu myndirnar sem ég hef séð hafa þennan eiginleika. Ef þú ert með gott efni í höndunum er best að miðla því á sem einfaldastan hátt. Þegar sagan er í forgrunni er auðvelt að fylgjast með. Þá getur maður pælt í því sem er á skjánum í stað þess að hafa áhyggjur yfir einhverju sem leikstjórinn gæti verið að vísa til eða gefa í skyn. Það er svo oft sem að leikstjórar flækja myndirnar sínar með alls kyns aukaatriðum. Yfirleitt þýðir það að þeir eru annaðhvort ekki með nægilega gott efni eða að þeir hreinlega kunna ekki að segja frá.
Hvort myndi maður frekar vilja heyra, góðan sögumann segja grípandi sögu eða einhvern John "MoFo" Doe segja einhverja random "djúpa" hluti í einn og hálfan tíma? Sæll!
Þegar leikstjóri hefur eins fullkomið vald á miðli sínum og Kurosawa hafði í þessari mynd getur áhorfandinn slakað á. Maður treystir því ferli sem kvikmyndin er. Rytminn er réttur og frásögnin flæðir áreynslulaust áfram. Þessir eiginleikar gefa Seven Samurai raunsæislegan blæ. Lokabardaginn kemur áhorfandanum alls ekki á óvart því að uppbyggingin er löng og ströng, rétt eins og þetta hefði getað gerst í raunveruleikanum.
Seven Samurai kennir okkur mikið um japanskan kúltúr, bæði beint og óbeint. Með því að fylgjast með karakterunum lærir maður mikið um japanskar hefðir og gildi án þess að taka beinlínis eftir því. Þessi gildi eru órjúfanlegur hluti þess að vera Japani. Jafnvel það hvernig myndin sjálf er gerð frá hendi Kurosawa ber vott um hans japanska bakgrunn. Leikstjórnarstíll hans er mjög afdráttarlaus en lætur lítið yfir sér á sama tíma. Þegar kemur að frásögninni dvelur hann aldrei of lengi við hverja senu og stefnan er alltaf beint framávið. Aftur á móti kynnumst við sögupersónum myndarinnar ekki með beinum hætti heldur frekar með því að fylgjast með líkamstjáningu þeirra og látbragði. Kurosawa dregur ekki meiri athygli að séreinkennum sögupersóna sinna en þörf krefur. Þetta eru orðlaus samskipti sem Kurosawa á með áhorfandanum.
Wednesday, December 5, 2007
Saturday, October 27, 2007
Auf der anderen Seite (2007) - Fatih Akin
Þetta er virkilega falleg og vel gerð mynd. Þetta er svona "tengimynd" eins og ég hef talað um áður, þar sem ólíkar sögur karakteranna skarast og frásögninni er skipt upp á óreglulegan hátt. Það er kannski svolítið týpískt að gera svona mynd í dag en sagan er það flókin að það er eiginlega nauðsynlegt að skipta frásögninni upp og tvinna saman ólíkum þáttum. Frásagnarmátinn er ekki aðalatriðið heldur eru það karakterarnir sjálfir og samböndin milli þeirra.
Það er margt í þessari mynd sem sannar það að frásögnin er ekta. Maður fær mjög góða tilfinningu fyrir kúltúrnum, ekki bara tyrkneskum kúltúr heldur líka þýskum kúltúr. Svo má nefna tónlistina í myndinni. Það er augljóst að sá sem valdi tónlistina hefur raunverulegan áhuga á tyrkneskri tónlist því að hún var virkilega flott. Hann vissi hvað hann var að gera, hann fór ekki bara inná Bearshare og sló inn "exotic turkish music".
Það er allt gott í þessari mynd, hvort sem það er leikurinn, leikstjórnin, myndatakan osfrv. Mér fannst sérstaklega gaman að fallegum skotum af tyrknesku sveitinni. Hanna Schygulla (sem lék Mariu Braun, sjá færsluna fyrir neðan) var áberandi góð í myndinni. Hún er það reynd leikkona að hún þarf ekki að slá um sig með tilþrifum, hún gerir bara það sem þarf til að skapa mjög áhrifaríka túlkun.
Ég horfði á Seven Samurai eftir Kurosawa um daginn. Fyrir utan það hvað hún er góð lærði ég líka mjög mikið um japanskan kúltúr án þess að það væri aðalatriðið. Það sama á við um Auf der anderen seite. Leikstjórinn er mjög meðvitaður um tyrkneska menningu og það skín í gegn. Það er togstreita milli ólíkra viðhorfa til tyrkneskrar menningar í nútímanum og það endurspeglast í þeim ólíku tilfinningum sem sögupersónurnar bera til Tyrklands.
Það er ríkuleg upplifun að horfa á þessa mynd án þess að vita mikið um söguþráðinn og því er svolítið erfitt að segja frá henni án þess að skemma fyrir. Ég get þó sagt ykkur að það er óþarfi að sitja í gegnum allan kreditlistann í lokin. Það gerist ekki rassgat.
Það er margt í þessari mynd sem sannar það að frásögnin er ekta. Maður fær mjög góða tilfinningu fyrir kúltúrnum, ekki bara tyrkneskum kúltúr heldur líka þýskum kúltúr. Svo má nefna tónlistina í myndinni. Það er augljóst að sá sem valdi tónlistina hefur raunverulegan áhuga á tyrkneskri tónlist því að hún var virkilega flott. Hann vissi hvað hann var að gera, hann fór ekki bara inná Bearshare og sló inn "exotic turkish music".
Það er allt gott í þessari mynd, hvort sem það er leikurinn, leikstjórnin, myndatakan osfrv. Mér fannst sérstaklega gaman að fallegum skotum af tyrknesku sveitinni. Hanna Schygulla (sem lék Mariu Braun, sjá færsluna fyrir neðan) var áberandi góð í myndinni. Hún er það reynd leikkona að hún þarf ekki að slá um sig með tilþrifum, hún gerir bara það sem þarf til að skapa mjög áhrifaríka túlkun.
Ég horfði á Seven Samurai eftir Kurosawa um daginn. Fyrir utan það hvað hún er góð lærði ég líka mjög mikið um japanskan kúltúr án þess að það væri aðalatriðið. Það sama á við um Auf der anderen seite. Leikstjórinn er mjög meðvitaður um tyrkneska menningu og það skín í gegn. Það er togstreita milli ólíkra viðhorfa til tyrkneskrar menningar í nútímanum og það endurspeglast í þeim ólíku tilfinningum sem sögupersónurnar bera til Tyrklands.
Það er ríkuleg upplifun að horfa á þessa mynd án þess að vita mikið um söguþráðinn og því er svolítið erfitt að segja frá henni án þess að skemma fyrir. Ég get þó sagt ykkur að það er óþarfi að sitja í gegnum allan kreditlistann í lokin. Það gerist ekki rassgat.
Sunday, October 21, 2007
Samotári (2000) - David Ondricek
Aristóteles sagði þegar hann var að tala um gríska harmleikinn að ungskáldið geti skapað stemningu en það þurfi meistara til þess að segja sögu. Þetta á við um Samotári því að hún er stemningarmynd. Myndin segir frá ólíkum karakterum og leikstjórinn reynir að tengja saman sögur þeirra á sjarmerandi hátt en mér finnst það mistakast. Það er engin dýnamísk ástæða fyrir því að sögupersónurnar skuli tengjast hver annarri. Áhorfandinn fattar of fljótt að þetta sé "tengimynd". Góðar tengimyndir eru þannig að manni finnst að sögupersónurnar hreinlega verði að mætast á veginum á einhverjum tímapunkti í myndinni. Sú tilfinning gefur myndum eins og Pulp Fiction vissan þéttleika. Örlög sögupersónanna í Samotári skipta mann hins vegar litlu máli. Kannski er þetta svona mynd sem virkar bara í Tékklandi, svipað og Stella í orlofi gerir á Íslandi.
Tékkneskir leikstjórar eins og Milos Forman, Agnes Varda, Jan Svankmajer ofl. gerðu framúrskarandi myndir á kommúnistatímabilinu. Það var jafnvel talað um tékkneskan kvikmyndaskóla í þessu samhengi. Samotári er alveg eins og hver önnur ófrumleg amerísk indí-gamanmynd. Margar evrópskar virðast fara sömu leið og það eina sem gerir þær frábrugðnar hinum amerísku er tungumálið. Maður spyr sig hreinlega, af hverju að gera svona mynd?
Tékkneskir leikstjórar eins og Milos Forman, Agnes Varda, Jan Svankmajer ofl. gerðu framúrskarandi myndir á kommúnistatímabilinu. Það var jafnvel talað um tékkneskan kvikmyndaskóla í þessu samhengi. Samotári er alveg eins og hver önnur ófrumleg amerísk indí-gamanmynd. Margar evrópskar virðast fara sömu leið og það eina sem gerir þær frábrugðnar hinum amerísku er tungumálið. Maður spyr sig hreinlega, af hverju að gera svona mynd?
Sunday, October 14, 2007
Die Ehe der Maria Braun (1979) - Rainer Werner Fassbinder
Þessi mynd var sýnd á filmu sem að mér fannst mjög skemmtilegt. Það er eitthvað við skruðninginn í filmunni sem skapar svo lifandi stemningu. Svo er sýningarstjóri sem þarf að skipta um filmu nokkrum sinnum á meðan á sýningunni stendur.
Þetta var fyrsta Fassbinder myndin mín en pabbi minn sá margar myndir eftir hann á sínum tíma. Pabbi upplifði þær sem brautryðjendaverk sem tóku á málum sem voru tabú, t.d. samkynhneigð, hjónasambönd milli ólíkra kynþátta og seinni heimsstyrjöldin. Ég hef það frá Mæju Loebell að á eftirstríðsárunum hafi seinni heimsstyrjöldin verið eins og eyða í sögu Þýskalands.
Die Ehe der Maria Braun gerist í Þýskalandi á eftirstríðsárunum. Landið var í molum. Aðalpersónan Maria Braun, eins og margir Þjóðverjar á þessu tímabili, hugsar bara um eitt og það er að komast áfram í lífinu. Hún hikar ekki við að fórna mannorði sínu fyrir betri stað í lífinu. Þegar botninum er náð skipti mannorð engu máli.
Þetta er þung mynd en hún hefur sína kosti. Það skín í gegn að Fassbinder var heill í því sem hann gerði. Ég held að hann hafi borið mikið traust til leikara sinna, því hann gefur þeim frelsi til þess að vera frumlegir. Leikurinn var eðlilegur og afslappaður og mér hefur aldrei fundist þýskan hljóma jafn náttúrulega í bíómynd. Það var eiginlega leikurinn sem heillaði mig frekar en myndin.
Ég sá nýlega La Notte eftir Michelangelo Antonioni. Bæði La Notte og Maria Braun eru mjög langdregnar og hversdagslegar myndir en öfugt við Fassbinder virkaði Antonioni mjög fjarlægur sögupersónum sínum. Fassbinder hefur samúð með sínum sögupersónum. Þess vegna var miklu auðveldara að horfa á Mariu Braun.
Þetta var fyrsta Fassbinder myndin mín en pabbi minn sá margar myndir eftir hann á sínum tíma. Pabbi upplifði þær sem brautryðjendaverk sem tóku á málum sem voru tabú, t.d. samkynhneigð, hjónasambönd milli ólíkra kynþátta og seinni heimsstyrjöldin. Ég hef það frá Mæju Loebell að á eftirstríðsárunum hafi seinni heimsstyrjöldin verið eins og eyða í sögu Þýskalands.
Die Ehe der Maria Braun gerist í Þýskalandi á eftirstríðsárunum. Landið var í molum. Aðalpersónan Maria Braun, eins og margir Þjóðverjar á þessu tímabili, hugsar bara um eitt og það er að komast áfram í lífinu. Hún hikar ekki við að fórna mannorði sínu fyrir betri stað í lífinu. Þegar botninum er náð skipti mannorð engu máli.
Þetta er þung mynd en hún hefur sína kosti. Það skín í gegn að Fassbinder var heill í því sem hann gerði. Ég held að hann hafi borið mikið traust til leikara sinna, því hann gefur þeim frelsi til þess að vera frumlegir. Leikurinn var eðlilegur og afslappaður og mér hefur aldrei fundist þýskan hljóma jafn náttúrulega í bíómynd. Það var eiginlega leikurinn sem heillaði mig frekar en myndin.
Ég sá nýlega La Notte eftir Michelangelo Antonioni. Bæði La Notte og Maria Braun eru mjög langdregnar og hversdagslegar myndir en öfugt við Fassbinder virkaði Antonioni mjög fjarlægur sögupersónum sínum. Fassbinder hefur samúð með sínum sögupersónum. Þess vegna var miklu auðveldara að horfa á Mariu Braun.
Friday, September 21, 2007
The Big Red One (1980) - Sam Fuller
Þessi er frábær. Eins og Martin Scorsese sagði, "If you don´t like Sam Fuller, you don´t like movies."
Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um fyrstu herdeild Bandaríkjahers, öðru nafni The Big Red One. Hún fylgir liðsstjóra og hermönnum herdeildarinnar um endilanga Evrópu frá einum bardaga til annars. Myndin er sjálfsævisöguleg, þar sem að Sam Fuller þjónaði í fyrstu herdeild Bandaríkjahers (sem var líka kölluð "The Big Red One") í seinni heimsstyrjöldinni. Persónan Zab er byggð á Fuller.
The Big Red One er ólík öllum öðrum stríðsmyndum sem ég hef séð því að hún einblínir ekki á að kalla fram tilfinningar hjá áhorfendum. Mér finnast myndir eins og Saving Private Ryan eða Flags of our Fathers (sem ég lék í, nota bene, mínúta 31:00, tékkaðu bara á því) þunglamalegar og tilgerðarlegar. Með dramatískri tónlist og myndskotum af hermönnum sem eru að reyna að setja innyfli sín aftur saman gefa slíkar kvikmyndir of hlutbundna mynd af stríðsrekstri. Það er líka óþægilega mikil föðurlandsást í Hollywood-hermyndum. Þær eru næstum því eins og auglýsing fyrir bandaríska herinn. Ég held að ein ástæðan fyrir því að svona margar hermyndir falla í þessa gryfju sé sú að leikstjórar og handritshöfundar vita ekki hvernig það er að vera í stríði. Sam Fuller vissi hvernig var að vera hermaður. Aðalpersónur The Big Red One sýna engar tilfinningar þótt félagar þeirra séu drepnir. Sam Fuller, í hlutverki leikstjórans, gerir það ekki heldur. Hermenn verða að tileinka sér tilfinningaleysi til þess að geta lifað af í stríði. Þessi tilfinningaskortur veitir myndinni léttleika og gerir hana miklu raunverulegri.
The Big Red One er svo fersk einmitt vegna þess hversu einföld hún er. Leikstjórar frönsku nýbylgjunnar eins og Truffaut og Godard dáðu Sam Fuller sem er svolítið írónískt í ljósi þess að þeir gerðu oft flóknar myndir, á meðan að Sam Fuller gerir svo beinskeyttar ræmur að maður fær næstum því sjokk.
Uppáhaldskarakterinn minn í myndinni er liðstjórinn sem Lee Marvin leikur. Liðstjórinn er eins og föðurímynd fyrir hermennina í herdeildinni. Hann er alltaf vakandi, hann passar uppá sína menn en hann er ekkert að skipta sér af þeirra högum. Hann dílar bara við hlutina eins og þeir koma til hans, mestu máli skiptir að klára verkið, það er óþarfi að pæla í því hvað hefði betur mátt fara.
Ég held að The Big Red One sé óður Sam Fullers til liðstjórans í 1. herdeild. Fuller hafði verklagið frá honum þegar hann var í leikstjórastólnum.
Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um fyrstu herdeild Bandaríkjahers, öðru nafni The Big Red One. Hún fylgir liðsstjóra og hermönnum herdeildarinnar um endilanga Evrópu frá einum bardaga til annars. Myndin er sjálfsævisöguleg, þar sem að Sam Fuller þjónaði í fyrstu herdeild Bandaríkjahers (sem var líka kölluð "The Big Red One") í seinni heimsstyrjöldinni. Persónan Zab er byggð á Fuller.
The Big Red One er ólík öllum öðrum stríðsmyndum sem ég hef séð því að hún einblínir ekki á að kalla fram tilfinningar hjá áhorfendum. Mér finnast myndir eins og Saving Private Ryan eða Flags of our Fathers (sem ég lék í, nota bene, mínúta 31:00, tékkaðu bara á því) þunglamalegar og tilgerðarlegar. Með dramatískri tónlist og myndskotum af hermönnum sem eru að reyna að setja innyfli sín aftur saman gefa slíkar kvikmyndir of hlutbundna mynd af stríðsrekstri. Það er líka óþægilega mikil föðurlandsást í Hollywood-hermyndum. Þær eru næstum því eins og auglýsing fyrir bandaríska herinn. Ég held að ein ástæðan fyrir því að svona margar hermyndir falla í þessa gryfju sé sú að leikstjórar og handritshöfundar vita ekki hvernig það er að vera í stríði. Sam Fuller vissi hvernig var að vera hermaður. Aðalpersónur The Big Red One sýna engar tilfinningar þótt félagar þeirra séu drepnir. Sam Fuller, í hlutverki leikstjórans, gerir það ekki heldur. Hermenn verða að tileinka sér tilfinningaleysi til þess að geta lifað af í stríði. Þessi tilfinningaskortur veitir myndinni léttleika og gerir hana miklu raunverulegri.
The Big Red One er svo fersk einmitt vegna þess hversu einföld hún er. Leikstjórar frönsku nýbylgjunnar eins og Truffaut og Godard dáðu Sam Fuller sem er svolítið írónískt í ljósi þess að þeir gerðu oft flóknar myndir, á meðan að Sam Fuller gerir svo beinskeyttar ræmur að maður fær næstum því sjokk.
Uppáhaldskarakterinn minn í myndinni er liðstjórinn sem Lee Marvin leikur. Liðstjórinn er eins og föðurímynd fyrir hermennina í herdeildinni. Hann er alltaf vakandi, hann passar uppá sína menn en hann er ekkert að skipta sér af þeirra högum. Hann dílar bara við hlutina eins og þeir koma til hans, mestu máli skiptir að klára verkið, það er óþarfi að pæla í því hvað hefði betur mátt fara.
Ég held að The Big Red One sé óður Sam Fullers til liðstjórans í 1. herdeild. Fuller hafði verklagið frá honum þegar hann var í leikstjórastólnum.
Subscribe to:
Posts (Atom)