Sunday, October 21, 2007

Samotári (2000) - David Ondricek

Aristóteles sagði þegar hann var að tala um gríska harmleikinn að ungskáldið geti skapað stemningu en það þurfi meistara til þess að segja sögu. Þetta á við um Samotári því að hún er stemningarmynd. Myndin segir frá ólíkum karakterum og leikstjórinn reynir að tengja saman sögur þeirra á sjarmerandi hátt en mér finnst það mistakast. Það er engin dýnamísk ástæða fyrir því að sögupersónurnar skuli tengjast hver annarri. Áhorfandinn fattar of fljótt að þetta sé "tengimynd". Góðar tengimyndir eru þannig að manni finnst að sögupersónurnar hreinlega verði að mætast á veginum á einhverjum tímapunkti í myndinni. Sú tilfinning gefur myndum eins og Pulp Fiction vissan þéttleika. Örlög sögupersónanna í Samotári skipta mann hins vegar litlu máli. Kannski er þetta svona mynd sem virkar bara í Tékklandi, svipað og Stella í orlofi gerir á Íslandi.

Tékkneskir leikstjórar eins og Milos Forman, Agnes Varda, Jan Svankmajer ofl. gerðu framúrskarandi myndir á kommúnistatímabilinu. Það var jafnvel talað um tékkneskan kvikmyndaskóla í þessu samhengi. Samotári er alveg eins og hver önnur ófrumleg amerísk indí-gamanmynd. Margar evrópskar virðast fara sömu leið og það eina sem gerir þær frábrugðnar hinum amerísku er tungumálið. Maður spyr sig hreinlega, af hverju að gera svona mynd?

1 comment:

Siggi Palli said...

Og af hverju að bjóða manni eins og Ondricek, sem hefur ekki gert neitt merkilegra en þetta, á kvikmyndahátíð?