Saturday, April 19, 2008
Kvikmyndagerð
Ég veit það núna að þegar ég gleymi mér algjörlega við það að horfa á kvikmynd er góður séns á því að myndin er fullkomlega útpæld. Sú list er sönn sem mikið er í lagt.
Eitt það besta við bóklegu tímana var þegar kennarinn fór í ákveðið efni, skýrði það mjög nákvæmlega, og sýndi síðan myndskeið sem var fullkomið dæmi um efnið sem um var rætt. Besta dæmið um þetta var útskýring kennarans á hesthausaatriðinu í Godfather þar sem tvö ólík tónlistarstef rekast á.
Það var sérstaklega ánægjulegt að kvikmyndirnar sem voru sýndar í tímunum voru flestum nemendum ókunnar en um leið lykilverk og hæfilega krefjandi. Mér þótti verst að kvikmyndarnir voru sýndar seint á mánudagseftirmiðdögum og átti ég stundum erfitt með að halda mér vakandi þótt ég vildi alls ekki missa af neinu.
Það sem betur mætti fara
Þar sem þetta er kúrs í kvikmyndagerð finnst mér að aðaláherslan skyldi vera lögð á að gera kvikmyndir í stað þess að gagnrýna þær í bloggformi. Ég lærði langmest af því að gera myndir sjálfur og hefði helst viljað gera heilan helling af stuttmyndum á vetrinum. Núna er klippitölvan komin í allri sinni dýrð og væri ég kennarinn legði ég langmesta áherslu á stuttmyndagerð. Mér fannst of miklum tíma varið í handritagerð á la Bob McKee og jafnvel mætti sleppa því að fara í kvikmyndasögu í tímunum, það er vissulega áhugavert efni en ekkert meira en það og auðvelt fyrir nemendur að kynna sér það sjálfir. Mér hefði fundist gaman hefði kúrsinn gengið aðeins út á það að horfa á bíómyndir og búa til bíómyndir, það væri ídeal. Fræðilegu atriðin mættu læðast inn um bakdyrnar, og þá fyrst og fremst myndataka og skotgreining. Með undirstöðuatriðum í handritagerð væri það fræðilegur þáttur sem sómi væri að.
Það sem ég lærði af því að gera stuttmynd í 7 stiga frosti í 10 tíma á dag ofl.
Þegar við vorum að taka stuttmynd á vorönn fór hópurinn með Erlend Durante út í sveit. Við tókum einn og hálfan klukkutíma af efni við mjög erfið skilyrði og enduðum á því að henda því öllu. Ég lærði mjög mikið á þessum þremur dögum þrátt fyrir það að ekkert hafi komið út úr tökunum. Jafnvel þótt hugmyndin sé góð getur allt farið til fjandans ef skipulagningin er ekki í lagi.
Þegar þú tekur upp út í sveit er mjög mikilvægt að taka með sér nesti. Við vorum 25-30 tíma við tökur og amk. 1/3 af tímanum fór í það að keyra í bæinn eftir vistum. Munið að búa ykkur vel! Ég gleymdi húfu einn daginn og átti hreinlega erfitt með mig á tökustað.
Ég tek einnig heils hugar undir með Óla blómi þegar hann segir að lýðræðið skemmi fyrir handritagerð. Við lærðum það af biturri reynslu. In the words of Rainier Wolfcastle: There were script problems from day one
Ég myndi skipta hverjum hóp upp í annars vegar klippingu og hins vegar handrit, td. þannig að tveir sjái um handrit og tveir um klippingu, og svo geta allir verið á tökustað. Þrátt fyrir reynsluleysið gekk okkur vel á tökustað með þeirri aðferð að ákveða fyrst um hvað skyldi rætt í hverri senu fyrir sig og spinna síðan senuna jafnóðum.
Að lokum vil ég þakka Sigga Palla fyrir frábæru kennslu, þetta voru geðveikir tímar
Thursday, April 17, 2008
Taxi Driver (1976) - Martin Scorsese
Þetta er eitt af fyrstu myndunum sem ég sá þar sem ég pældi alveg ótrúlega mikið í öllu kvikmyndaferlinu, þ.e. klippingunni, hljóðinu, leiknum o.s.frv. Mér hefur alltaf fundist erfitt að horfa á Scorsese í eigin persónu og því aldrei beint fílað hann. Ég held ég hafði aldrei séð mynd eftir hann en samt hafði ég stimplað hann sem ömurlegan leikstjóra bara af því að mér fannst hann vera svo ótrúlega böggandi í eigin persónu.
Hrikalega böggandi að horfa á þennan mann tala
Mér skjátlaðist þó hrikalega eftir að ég sá Taxi Driver því að hún hafði ótrúlega mikil áhrif á kvikmyndaáhugann minn. Ég horfði á myndina fyrir nokkrum árum og eftir að ég sá hana horfði ég á allt aukaefnið (sem ég hef aldrei gert áður) og skoðaði myndbönd á netinu frá myndinni í örugglega heilan mánuð. Ég varð alveg agndofa á að sjá þessi ótrúlega áhrifaríku og flottu skot í sambland við voice-over De Niros. Það er líka ótrúlegt hversu vel Scorsese nær að fanga stemninguna í því að vera leigubílstjóri í New York á þessum tíma.
Robert De Niro verður að Killing Machine
Handritið finnst mér alveg magnað enda hef ég heyrt að Paul Schrader leggur mjög mikið í handritin sín, t.d. segir hann einhverjum söguna og hættir ekki fyrr en hlustandinn missir áhuga á því sem hann segir. Síðan lagar hann handritið þar til að hann nær athygli hlustandans aftur. Sagan skiptist soldið í tvennt, fyrst þar sem sést í hinn þunglyndislega og dökka heim Robert De Niros og næst þar sem De Niro hittir ungu stelpuna (Jodie Foster) og fær loks hlutverk í lífinu. Breytingin á karakter De Niros fannst mér alveg rosalega töff, frá því að vera einhver leigubílstjóra nobody yfir í einhvern pönkara morðingja.
Ótrúlega flott sena í lok myndarinnar
Aguirre, the Wrath of God (1972) – Werner Herzog
Myndin fjallar um Lope de Aguirre, spænskan hermann í landkönnuðarflokki Pizzaro sem leitaði að hinni týndu gullnu borg El Dorado í Suður-Ameríku um 1500. Aguirre stofnar til uppreisnar innan flokks Pizzaro og ákveður að fara aðra leið um Amazonfljótið með fylgdarmönnum sínum til þess að leita að El Dorado. Það gengur þó frekar brösuglega hjá þeim og deyja mennirnir einn af öðrum meðal annars vegna hungurs, árása indjána eða af völdum Aguirre.
Þessi mynd er eins og flestar myndir Herzogs, ótrúlega vel útpældar, heimspekilegar og oft dulúðlegar. Í Aguirre einblínir Herzog á það að maðurinn heldur að hann geti sigrað hvað sem er og fengið það sem hann vill aðeins með viljann fyrir hendi. Hann sýnir að ekkert er heilagt og að græðgi mannana ráði lögum og lofum. Myndin er á nokkuð hæg á köflum og fannst mér hún byrja aðeins of hægt. Myndin er mjög draumkennd á köflum og þá sérstaklega í lokin þegar mennirnir á flekanum er orðnir veikir og eru byrjaðir að sjá ofsjónir. Í myndinni koma fram margar klassískar Herzog þemur eins og brjálæði, völd, trúarbrögð og menning.
Tónlistin í myndinni passar ótrúlega vel við myndina, hún er alltaf við hæfi en maður er þó aldrei að búast við henni. Til dæmis í lok myndarinnar gerir hún senuna á bátnum mjög draumkennda.
Lokaatriðið í myndinni
Það flottasta sem mér finnst við þessa mynd er aðalleikarinn Klaus Kinski. Persóna hans verður geðveik í endanum og er Kinski tilvalinn í þessa mynd, enda er hann snargeðveikur sjálfur. Hann og Herzog hafa þekkst lengi og hafa átt í miklum deilum við hvorn annan t.d hótaði Herzog að skjóta Kinski ef hann léki ekki í Aguirre en Kinski er ekkert skárri og hefur margoft reynt að ráða Herzog af dögum.
Kinski in action
Þetta er þó týpísk „in the mood“ mynd þar sem að vera vel útsofinn, þolinmóður og í stuði til þess að hugsa heimspekilega getur skipt miklu máli um álit manns á þessari mynd.
Funny Games (1997) - Michael Haneke
Myndin Funny Games fjallar um tvo austurríska menn sem banka uppá hjá fjölskyldu í leit að aðstoð en enda á því að halda fjölskyldunni í gíslingu og leika sér að þeim með ýmsum mannskemmandi leikjum. Þessi mynd fannst mér vera sú áhugaverðasta sem við höfum horft á í öllum bíótímunum því að hún hélt athygli minni allan tímann. Ég er vanur að sofna í þessum tímum, ekki útaf því að þessar myndir sem við erum að horfa á séu leiðinlegar, heldur vegna þess að þær eru sýndar svo seint eftir skóla á mánudegi. Þegar ég horfði á Funny Games leit ég varla eitt andartak af skjánum. Þessi mynd er virkilega vel gerð, aðallega vegna þess að Haneke nær að nota tímann svo ótrúlega vel. Mörgum fannst senan þegar litli strákurinn var drepinn of löng en ég er ósammála því. Mér fannst þessi sena ótrúlega flott, sérstaklega vegna þess hve allt of löng hún var. Hún þurfti allt of langan tíma til þess að undirstrika stemninguna.
Það besta sem mér fannst við þessa mynd er hvernig andrúmsloftið tekur fyrirvaralaust ótrúlega snöggum breytingum. Við byrjum á því að mennirnir tveir líta út fyrir að vera kurteisir ungir menn en verða skyndilega allt of kröfuharðir á að fá nokkur egg og á nokkrum mínútum eru þeir komnir með algjört vald yfir fjölskyldunni. Síðan virðast þeir einungis ætla að hræða og leika sér að fjölskyldunni en allt í einu kemur í ljós að þeir eru löngu búnir að ákveða það að drepa alla í fjölskyldunni.
Brot úr eitt af leikjunum (fjarstýringsatriðið byrjar í 7:30)
Mér fannst mjög skemmtilegt að sjá að strákarnir tveir hóta fjölskyldunni ekki með byssu í byrjun til þess að ná yfirhöndinni heldur nota aðeins samtöl til þess að ná smátt og smátt valdastöðunni yfir fjölskyldunni. Það fór ekkert í taugarnar á mér þegar mennirnir litu á kameruna og spurðu spurninguna eða þegar annar gaurinn spólaði myndina til baka. Þetta er mynd um tvo sadista þar sem allt á að ganga upp hjá þeim. Af hverju mega þeir því ekki spóla til baka sér til hags eins og þeir vilja?
Wednesday, April 16, 2008
Brúðguminn (2008) - Baltasar Kormákur
Megnið af díalognum fór mjög í taugarnar á mér. Af hverju tala karakterar í íslenskum kvikmyndum ekki með hversdaglegu málfari og slangri eins og venjulegir Íslendingar? Díalogar í íslenskum kvikmyndum eiga það til að vera stirðir og háfleygir og þetta virðist vera Akkilesarhæll íslenskrar kvikmyndagerðar. Ástsælustu íslensku kvikmyndirnar eiga það allar sameiginlegt að vera með hversdagslegu málfari sem er týpískt fyrir þann tíma sem þær voru gerðar á.
Ég náði engri tengingu við söguna en maður nær smá tengingu við karakterana. Mér fannst Jóhann Sigurðsson fara langbest með leikinn. Þótt hann sé að leika fremur kunnuglegan karakter gerir hann það vel. Annars fær maður enga sérstaka tengingu við hinar persónurnar, til dæmis átti eiginkona Hilmis Snæs í myndinni að vera geðveik en persóna hennar var svo lítið kynnt í myndinni að mér var nokkurn veginn alveg sama hvað varð um hana. Þetta er augljóslega gloppa í handritinu.
Í sambandi við myndatökuna er eitt skot sem mig langar sérstaklega til að minnast á þar sem Flatey er sýnd úr þyrlu. Þetta skot bætti engu við söguna og virkaði bara eins og auglýsing fyrir ferðamenn.
Ég trúi því ekki að Margrét Vilhjálms hafi sýnt á sér búbburnar fyrir þessa mynd.
"Brúðguminn" á google
The Devil's Backbone (2001) - Guillermo del Toro
Myndin gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar og finnst mér leiðinlegt að sjá þegar myndir gerast á mjög merkilegum tímum að þá er nánast ekkert sýnt sem tengist þessum tíma. Í myndinni eru nokkur skot af því þegar fasistarnir skjóta lýðræðissinnana, ekkert meir. Þessi mynd hefði getað gerst hvenær sem er og sé því ekki tilganginn í því að hafa spænsku borgarastyrjöldina sem bakgrunn. Mér hefði fundist eðlilegra að láta myndina gerast fyrir mörgum öldum síðan enda er hún í þjóðsögulegum anda.
Mér finnst eitthvað skrítið við það þegar myndir eiga að gerast fyrir löngu en svo sést að búið er að notast mikið við tölvuteikningu og special effects. Til dæmis fannst mér soldið úr karakter að hafa lítinn tölvugerðann draugastrák í mynd sem gerist fyrir 70 árum. Þetta er farið að verða nokkuð vinsælt í nýjum bíómyndum, hugsanlega kostnaðarins vegna. Þetta truflar mig þó ekki þegar það verður að notast við tölvutæknina, sama á hvaða ári myndin á að gerast eins og í Pan's Labyrinth.
Ýmsar senur í myndinni voru mjög áhrifaríkar t.d. eftirmáli sprengingarinnar. Þá loksins verður myndin áhugaverð og leikurinn færist einnig til mun betri vegar. Karakterarnir færðust nær áhorfandanum og loks var kominn einhver tilgangur í myndina eftir frekar hæga byrjun. Það var einnig mjög gaman að sjá litlu drengina standa saman þegar á reyndi.
Myndin var vel leikin og ágætlega gerð, en mér fannst sagan ekki skila miklu. Þetta með spænsku borgarastyrjöldin fannst mér draga myndina mjög mikið niður. Ég var alltaf að reyna að finna einhverja tengingu milli karakterana og umhverfisins en tókst það ekki. Mér finnst þó alltaf gaman að horfa á spænskar myndir, aðallega vegna þess hve falleg spænska er.
Grizzly Man (2005) - Werner Herzog
Myndin er dramatísk heimildarmynd um Bandaríkjamanninn Timothy Treadwell sem flytur til Alaska til að lifa með björnum en eftir þrettán ár eru og hann og kærasta hans étin af einum birninum.Herzog nálgaðist yfir 100 klukkustundir af myndbrotum sem Treadwell myndaði meðan hann dvaldist meðal bjarnanna og er myndin
aðallega byggð á þeim ásamt viðtölum við ýmsa einstaklinga sem tengdust atburðunum
á einn eða annan hátt. Herzog er einnig sögumaður og kemur með sínar eigin hugleiðingar um Treadwell. Hann telur Treadwell vera frekar truflaðan mann sem gróf sína eigin gröf en þó vill Herzog ekki fordæma
hann fyrir það.
Herzog sér að Timothy hefur mikla ást á björnum eins og barátta hans gegn útrýmingu þeirra sýnir vel. Herzog sýnir okkur myndefni sem Timothy tók upp en fyrst og fremst vill hann þó komast að
því hvað vaki fyrir manninum. Timothy dreymdi um að gerast leikari og sum myndbrot hans þar sem hann tjáði tilfinningar sínar og skoðanir tók hann allt að 15 sinnum upp.
Timothy missir sig
Eitt af því sem mér fannst skemmtilegast við myndina fyrir utan það hversu steiktur Timothy er í upptökunum er það hversu steiktur Werner getur verið í voice-overinu. Hann ýkir atburðarrásina með ótrúlega háfleygu orðavali og geðveikum hreim. Ég fæ á tilfinnunga að meginástæða fyrir því að Herzog gerði þessa mynd sé þörf kvikmyndagerðarmannsin fyrir hlutdeild í þessari ótrúlegu sögu.
„It‘s not a significant wound“
Grizzly Bear Man
La Jetée (1962) - Chris Marker
Ég hef þann veikleika að geta ekki horft á „mind-fuck“ myndir án þess að verða gjörsamlega skemmdur af þeim. Þá er ég að meina myndir sem innihalda mikið af atburðum sem eru annaðhvort óútskýranlegir eða einfaldlega spooky. Allar myndir frá David Lynch til Alfred Hitchcock eru á bannlistanum mínum. Þær hafa oft mikil áhrif á mig og er ég stundum lengi að jafna mig á þeim og sannfæra mig að svona gerist bara í bíómyndunum. La jetee var því ekki tilvalin mynd fyrir mig.
Myndin fjallar um eftirlifendur þriðju heimsstyrjaldarinnar sem lifa í neðanjarðargöngum. Nokkrir af eftirlifendununum byrja að rannsaka tímaflakk og nota til þess aðra menn sem tilraunadýr með hræðilegum afleiðingum. Aðalpersónan er eitt þessara tilraunadýra en honum tekst að lifa tilraunina af. Þegar hann er sendur aftur í tímann hittir hann alltaf sömu konuna sem hann man eftir frá því að hann var barn.
Þessi mynd er mjög merkileg þar sem hún er aðeins gerð úr ljósmyndum, þ.e. sagan er aðeins sögð með svart hvítum ljósmyndum og með frásögn aðalpersónunnar í voice-over. Í myndinni eru mjög óhugnalegir atburðir, t.d. er settur rosalega óhugnalegur búnaður á tímaflakkarana og oft heyrist í öðrum rannsóknarmanninum telja hljóðlega upp á tíu á þýsku. Það sem gerði hins vegar útaf við mig var þegar ég sá aðalleikkonuna blikka augunum (ég minni á að myndin er aðeins sýnd með ljósmyndum). Ég held ég hafi sjaldan verið jafn hræddur í bíó. Ég sá þessa mynd mjög snemma í kvikmyndagerðartíma og var auk þess illa sofinn og hélt því að ég væri orðinn geðveikur. Það var því mikill léttir fyrir mig þegar vinir mínir byrjuðu að tala um það hversu ógeðslegt það var þegar konan blikkaði augunum.
Fyrsti hlutinn af La Jetée
Þrjár eftirminnilegar bíóferðir
Dumb and dumber (1994) – Peter Farrelly
Ég sá þessa mynd í bíó í Bandaríkjunum með bróður mínum og pabba mínum þegar ég var 6 ára. Ég var að tékka á IMDB rétt í þessu til þess að sjá hvenær myndin var gerð, því að við sáum hana þegar hún var nýkomin út í bíó og finnst mér ótrúlegt hvað ég man vel eftir þessari bíóferð miðað við það hvað ég var ungur. Við vorum þeir einu sem hlógum í salnum og við vorum gjörsamlega að DEYJA úr hlátri. Við gátum bókstaflega ekki haldið okkur í sætunum. Ég var næstum því búinn að míga í KR-buxurnar mínar. Það var heavyweight par á stefnumóti fyrir framan okkur sem heyrðist ekkert í, ég man bara að sá eini sem hló fyrir utan okkur var einhver Mexíkani. Ókei, það voru sex manns í salnum, þrír Íslendingar, tveir Bandaríkjamenn og Mexíkani. Eftirminnilegasta bíóferð mín og ekki nóg með það heldur er myndin okkur öllum mjög minnistæð.
Jackass Number Two (2006) – Jeff Tremaine
Ég mæli með því að þið kíkið einhvern tímann í litlu salina í Sambíóunum Álfabakka, því að þar er svitalykt, litlir krakkar og fólk sem er óhrætt við að hrópa og kalla fram í miðri mynd. Ég er ekki pedó ég er bara að segja að litlir krakkar skapa geðveika stemning þegar maður er að horfa á mynd eins og Jackass enda fór ég með litla frænda mínum á myndina. Jackass myndirnar eru sannkallaðar bíóhús-myndir því að upplifunin af þeim verður svo miklu sterkari í stórum áhorfendahóp. Þar fyrir utan innihalda þær nokkuð ögrandi samfélagsádeilu sérstaklega í þeim atriðum þegar Jackass-menn fara út á götu í dulargervi og fokkast í almennum borgurum. Ég man þó sérstaklega eftir einum litlum snillingi sem sat rétt hjá mér (hann var örugglega svona 7-8 ára): Jackass-liðar reyna að skjóta gulldildó uppí rassinn á Steve-O en missa marks og litli krakkinn segir „Ohh hann rétt missti“. Wee Man fær spark í eistun og þá segir sami krakkinn „Aw, right in the nuts!“
Bewitched (2005) – Nora Ephron
Ég man ekki mjög vel eftir þessari mynd fyrir utan það að mér fannst hún frekar léleg en eitt atriði mun ég muna að eilífu og það er þegar fyrrverandi eiginkona Will Ferrells segist uppúr þurru ætla að flytja til Íslands og að hana hafi alltaf langað til þess að búa í Reykjavík. Fyrst horfðu allir í salnum á hvorn annan og svo byrjuðu allir að fagna gríðarlega og einn snillingur öskraði „ÍSLAND!“
Byrja að horfa á eftir 1:00
Blow Out (1981) - Brian De Palma
Mér fannst einnig mjög áhugavert að horfa á mynd þar sem hljóðið knýr söguþráðinn áfram. Í sambland við myndatökuna er hljóðið í aðalhlutverki á ótrúlega flottan hátt. Að horfa t.d. á Travolta hlusta á upptökuna og spóla til baka aftur og aftur fannst mér miklu áhugaverðara heldur en morðgátan.
Myndin er stútfull af ótrúlega flottum atriðum. Senan þegar Travolta fer að taka upp hljóð fyrir myndina sína og hann verður vitni að „bílslysi“ er örugglega ein fallegasta sena sem ég hef séð. Hún sýnir samvinnu hljóðs og myndar eins og hún gerist best.
Hins vegar fannst mér svolítið óþægilegt að horfa á sum atriðin, sérstaklega þau þar sem myndavélin hreyfðist óeðlilega mikið. Til dæmis var ein sena þar sem Travolta var að hlusta á hljóðbút af samsærinu og þá byrjar kameran að snúast í hringi. Þetta átti líklega að byggja upp einhverja ákveðna stemmningu í takt við hljóðið en mér varð hálfflökurt við að horfa á þetta og þurfti á endanum að líta undan. Þessi ýkta myndataka fannst mér algjör óþarfi því að hún reynir að leggja of mikla áherslu á hljóðið en í staðinn kemst hljóðið ekki til skila eins og það ætti að gera. Með "venjulegri" myndatöku hefði hljóðið haft miklu meiri áhrif á þessa senu. Þessi óþægilega myndataka (sem gerðist aðeins einstaka sinnum ) var í rauninni það eina sem mér fannst draga myndina niður.