Wednesday, April 16, 2008

Brúðguminn (2008) - Baltasar Kormákur


Megnið af díalognum fór mjög í taugarnar á mér. Af hverju tala karakterar í íslenskum kvikmyndum ekki með hversdaglegu málfari og slangri eins og venjulegir Íslendingar? Díalogar í íslenskum kvikmyndum eiga það til að vera stirðir og háfleygir og þetta virðist vera Akkilesarhæll íslenskrar kvikmyndagerðar. Ástsælustu íslensku kvikmyndirnar eiga það allar sameiginlegt að vera með hversdagslegu málfari sem er týpískt fyrir þann tíma sem þær voru gerðar á.

Ég náði engri tengingu við söguna en maður nær smá tengingu við karakterana. Mér fannst Jóhann Sigurðsson fara langbest með leikinn. Þótt hann sé að leika fremur kunnuglegan karakter gerir hann það vel. Annars fær maður enga sérstaka tengingu við hinar persónurnar, til dæmis átti eiginkona Hilmis Snæs í myndinni að vera geðveik en persóna hennar var svo lítið kynnt í myndinni að mér var nokkurn veginn alveg sama hvað varð um hana. Þetta er augljóslega gloppa í handritinu.

Í sambandi við myndatökuna er eitt skot sem mig langar sérstaklega til að minnast á þar sem Flatey er sýnd úr þyrlu. Þetta skot bætti engu við söguna og virkaði bara eins og auglýsing fyrir ferðamenn.

Ég trúi því ekki að Margrét Vilhjálms hafi sýnt á sér búbburnar fyrir þessa mynd.


"Brúðguminn" á google



1 comment:

Siggi Palli said...

4 stig.

Sammála með persónu Margrétar Vilhjálms, hún var alls ekki að virka.