Wednesday, April 16, 2008

The Devil's Backbone (2001) - Guillermo del Toro

Myndin gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar og finnst mér leiðinlegt að sjá þegar myndir gerast á mjög merkilegum tímum að þá er nánast ekkert sýnt sem tengist þessum tíma. Í myndinni eru nokkur skot af því þegar fasistarnir skjóta lýðræðissinnana, ekkert meir. Þessi mynd hefði getað gerst hvenær sem er og sé því ekki tilganginn í því að hafa spænsku borgarastyrjöldina sem bakgrunn. Mér hefði fundist eðlilegra að láta myndina gerast fyrir mörgum öldum síðan enda er hún í þjóðsögulegum anda.

Mér finnst eitthvað skrítið við það þegar myndir eiga að gerast fyrir löngu en svo sést að búið er að notast mikið við tölvuteikningu og special effects. Til dæmis fannst mér soldið úr karakter að hafa lítinn tölvugerðann draugastrák í mynd sem gerist fyrir 70 árum. Þetta er farið að verða nokkuð vinsælt í nýjum bíómyndum, hugsanlega kostnaðarins vegna. Þetta truflar mig þó ekki þegar það verður að notast við tölvutæknina, sama á hvaða ári myndin á að gerast eins og í Pan's Labyrinth.

Ýmsar senur í myndinni voru mjög áhrifaríkar t.d. eftirmáli sprengingarinnar. Þá loksins verður myndin áhugaverð og leikurinn færist einnig til mun betri vegar. Karakterarnir færðust nær áhorfandanum og loks var kominn einhver tilgangur í myndina eftir frekar hæga byrjun. Það var einnig mjög gaman að sjá litlu drengina standa saman þegar á reyndi.

Myndin var vel leikin og ágætlega gerð, en mér fannst sagan ekki skila miklu. Þetta með spænsku borgarastyrjöldin fannst mér draga myndina mjög mikið niður. Ég var alltaf að reyna að finna einhverja tengingu milli karakterana og umhverfisins en tókst það ekki. Mér finnst þó alltaf gaman að horfa á spænskar myndir, aðallega vegna þess hve falleg spænska er.