Myndin er dramatísk heimildarmynd um Bandaríkjamanninn Timothy Treadwell sem flytur til Alaska til að lifa með björnum en eftir þrettán ár eru og hann og kærasta hans étin af einum birninum.Herzog nálgaðist yfir 100 klukkustundir af myndbrotum sem Treadwell myndaði meðan hann dvaldist meðal bjarnanna og er myndin
aðallega byggð á þeim ásamt viðtölum við ýmsa einstaklinga sem tengdust atburðunum
á einn eða annan hátt. Herzog er einnig sögumaður og kemur með sínar eigin hugleiðingar um Treadwell. Hann telur Treadwell vera frekar truflaðan mann sem gróf sína eigin gröf en þó vill Herzog ekki fordæma
hann fyrir það.
Herzog sér að Timothy hefur mikla ást á björnum eins og barátta hans gegn útrýmingu þeirra sýnir vel. Herzog sýnir okkur myndefni sem Timothy tók upp en fyrst og fremst vill hann þó komast að
því hvað vaki fyrir manninum. Timothy dreymdi um að gerast leikari og sum myndbrot hans þar sem hann tjáði tilfinningar sínar og skoðanir tók hann allt að 15 sinnum upp.
Timothy missir sig
Eitt af því sem mér fannst skemmtilegast við myndina fyrir utan það hversu steiktur Timothy er í upptökunum er það hversu steiktur Werner getur verið í voice-overinu. Hann ýkir atburðarrásina með ótrúlega háfleygu orðavali og geðveikum hreim. Ég fæ á tilfinnunga að meginástæða fyrir því að Herzog gerði þessa mynd sé þörf kvikmyndagerðarmannsin fyrir hlutdeild í þessari ótrúlegu sögu.
„It‘s not a significant wound“
Grizzly Bear Man
1 comment:
Fín færsla. 5½ stig.
Post a Comment