Þetta er eitt af fyrstu myndunum sem ég sá þar sem ég pældi alveg ótrúlega mikið í öllu kvikmyndaferlinu, þ.e. klippingunni, hljóðinu, leiknum o.s.frv. Mér hefur alltaf fundist erfitt að horfa á Scorsese í eigin persónu og því aldrei beint fílað hann. Ég held ég hafði aldrei séð mynd eftir hann en samt hafði ég stimplað hann sem ömurlegan leikstjóra bara af því að mér fannst hann vera svo ótrúlega böggandi í eigin persónu.
Hrikalega böggandi að horfa á þennan mann tala
Mér skjátlaðist þó hrikalega eftir að ég sá Taxi Driver því að hún hafði ótrúlega mikil áhrif á kvikmyndaáhugann minn. Ég horfði á myndina fyrir nokkrum árum og eftir að ég sá hana horfði ég á allt aukaefnið (sem ég hef aldrei gert áður) og skoðaði myndbönd á netinu frá myndinni í örugglega heilan mánuð. Ég varð alveg agndofa á að sjá þessi ótrúlega áhrifaríku og flottu skot í sambland við voice-over De Niros. Það er líka ótrúlegt hversu vel Scorsese nær að fanga stemninguna í því að vera leigubílstjóri í New York á þessum tíma.
Robert De Niro verður að Killing Machine
Handritið finnst mér alveg magnað enda hef ég heyrt að Paul Schrader leggur mjög mikið í handritin sín, t.d. segir hann einhverjum söguna og hættir ekki fyrr en hlustandinn missir áhuga á því sem hann segir. Síðan lagar hann handritið þar til að hann nær athygli hlustandans aftur. Sagan skiptist soldið í tvennt, fyrst þar sem sést í hinn þunglyndislega og dökka heim Robert De Niros og næst þar sem De Niro hittir ungu stelpuna (Jodie Foster) og fær loks hlutverk í lífinu. Breytingin á karakter De Niros fannst mér alveg rosalega töff, frá því að vera einhver leigubílstjóra nobody yfir í einhvern pönkara morðingja.
Ótrúlega flott sena í lok myndarinnar
1 comment:
Fín færsla. 7 stig.
Post a Comment