Wednesday, April 16, 2008

Þrjár eftirminnilegar bíóferðir

Dumb and dumber (1994) – Peter Farrelly

Ég sá þessa mynd í bíó í Bandaríkjunum með bróður mínum og pabba mínum þegar ég var 6 ára. Ég var að tékka á IMDB rétt í þessu til þess að sjá hvenær myndin var gerð, því að við sáum hana þegar hún var nýkomin út í bíó og finnst mér ótrúlegt hvað ég man vel eftir þessari bíóferð miðað við það hvað ég var ungur. Við vorum þeir einu sem hlógum í salnum og við vorum gjörsamlega að DEYJA úr hlátri. Við gátum bókstaflega ekki haldið okkur í sætunum. Ég var næstum því búinn að míga í KR-buxurnar mínar. Það var heavyweight par á stefnumóti fyrir framan okkur sem heyrðist ekkert í, ég man bara að sá eini sem hló fyrir utan okkur var einhver Mexíkani. Ókei, það voru sex manns í salnum, þrír Íslendingar, tveir Bandaríkjamenn og Mexíkani. Eftirminnilegasta bíóferð mín og ekki nóg með það heldur er myndin okkur öllum mjög minnistæð.



Jackass Number Two (2006) – Jeff Tremaine

Ég mæli með því að þið kíkið einhvern tímann í litlu salina í Sambíóunum Álfabakka, því að þar er svitalykt, litlir krakkar og fólk sem er óhrætt við að hrópa og kalla fram í miðri mynd. Ég er ekki pedó ég er bara að segja að litlir krakkar skapa geðveika stemning þegar maður er að horfa á mynd eins og Jackass enda fór ég með litla frænda mínum á myndina. Jackass myndirnar eru sannkallaðar bíóhús-myndir því að upplifunin af þeim verður svo miklu sterkari í stórum áhorfendahóp. Þar fyrir utan innihalda þær nokkuð ögrandi samfélagsádeilu sérstaklega í þeim atriðum þegar Jackass-menn fara út á götu í dulargervi og fokkast í almennum borgurum. Ég man þó sérstaklega eftir einum litlum snillingi sem sat rétt hjá mér (hann var örugglega svona 7-8 ára): Jackass-liðar reyna að skjóta gulldildó uppí rassinn á Steve-O en missa marks og litli krakkinn segir „Ohh hann rétt missti“. Wee Man fær spark í eistun og þá segir sami krakkinn „Aw, right in the nuts!“

Wasabi Snooters

Bewitched (2005) – Nora Ephron

Ég man ekki mjög vel eftir þessari mynd fyrir utan það að mér fannst hún frekar léleg en eitt atriði mun ég muna að eilífu og það er þegar fyrrverandi eiginkona Will Ferrells segist uppúr þurru ætla að flytja til Íslands og að hana hafi alltaf langað til þess að búa í Reykjavík. Fyrst horfðu allir í salnum á hvorn annan og svo byrjuðu allir að fagna gríðarlega og einn snillingur öskraði „ÍSLAND!“

Byrja að horfa á eftir 1:00

1 comment:

Siggi Palli said...

Skemmtileg færsla. 7 stig.

"Ísland!" Úff, hvað við Íslendingar erum sorglegir.

Hvað svona samfélagsstemningu í bíó snertir, þá skilst mér að Rocky Horror sé alveg sér kapítuli. Nú er Rocky Horror 30 ára gömul mynd, en það eru enn haldnar reglulega miðnætursýningar í USA þar sem fólk mætir í búningum og syngur með o.s.frv.