Myndin fjallar um Lope de Aguirre, spænskan hermann í landkönnuðarflokki Pizzaro sem leitaði að hinni týndu gullnu borg El Dorado í Suður-Ameríku um 1500. Aguirre stofnar til uppreisnar innan flokks Pizzaro og ákveður að fara aðra leið um Amazonfljótið með fylgdarmönnum sínum til þess að leita að El Dorado. Það gengur þó frekar brösuglega hjá þeim og deyja mennirnir einn af öðrum meðal annars vegna hungurs, árása indjána eða af völdum Aguirre.
Þessi mynd er eins og flestar myndir Herzogs, ótrúlega vel útpældar, heimspekilegar og oft dulúðlegar. Í Aguirre einblínir Herzog á það að maðurinn heldur að hann geti sigrað hvað sem er og fengið það sem hann vill aðeins með viljann fyrir hendi. Hann sýnir að ekkert er heilagt og að græðgi mannana ráði lögum og lofum. Myndin er á nokkuð hæg á köflum og fannst mér hún byrja aðeins of hægt. Myndin er mjög draumkennd á köflum og þá sérstaklega í lokin þegar mennirnir á flekanum er orðnir veikir og eru byrjaðir að sjá ofsjónir. Í myndinni koma fram margar klassískar Herzog þemur eins og brjálæði, völd, trúarbrögð og menning.
Tónlistin í myndinni passar ótrúlega vel við myndina, hún er alltaf við hæfi en maður er þó aldrei að búast við henni. Til dæmis í lok myndarinnar gerir hún senuna á bátnum mjög draumkennda.
Lokaatriðið í myndinni
Það flottasta sem mér finnst við þessa mynd er aðalleikarinn Klaus Kinski. Persóna hans verður geðveik í endanum og er Kinski tilvalinn í þessa mynd, enda er hann snargeðveikur sjálfur. Hann og Herzog hafa þekkst lengi og hafa átt í miklum deilum við hvorn annan t.d hótaði Herzog að skjóta Kinski ef hann léki ekki í Aguirre en Kinski er ekkert skárri og hefur margoft reynt að ráða Herzog af dögum.
Kinski in action
Þetta er þó týpísk „in the mood“ mynd þar sem að vera vel útsofinn, þolinmóður og í stuði til þess að hugsa heimspekilega getur skipt miklu máli um álit manns á þessari mynd.
1 comment:
Flott færsla. 7 stig.
Skemmtilegt klipp með Kinski.
Post a Comment