Þetta er klárlega skemmtilegasta fagið á námsferli mínum og þar að auki eina fagið þar sem ég hef lagt mig fram við að hlusta á allt það sem kennarinn segir í hverjum einasta tíma. Það er tvennt sem spilar inní, annars vegar er efnið áhugavert og hins vegar fór kennarinn ótrúlega vel yfir efnið og PowerPoint-showin til fyrirmyndar. T.d. var PowerPointið um Notorious-verandarsenuna geðveikt. Þá skildi ég fyrst hversu mikil áhrif það hefur á flæði og söguþráð að senan og myndatakan séu fullkomlega útpæld. Samt sem áður var útkoman í þessu tilviki í rauninni bara mjög eðlileg kvikmyndasena. Á endanum kenndi fyrirlesturinn mér mikilvægi form- og tæknivinnu í kvikmyndagerð. Mig grunaði ekki hversu ótrúlega útpældar svona eðlilegar senur væru hjá stóru meisturunum og það að fá innsýn inn í sköpunarferlið var mjög spennandi.
Ég veit það núna að þegar ég gleymi mér algjörlega við það að horfa á kvikmynd er góður séns á því að myndin er fullkomlega útpæld. Sú list er sönn sem mikið er í lagt.
Eitt það besta við bóklegu tímana var þegar kennarinn fór í ákveðið efni, skýrði það mjög nákvæmlega, og sýndi síðan myndskeið sem var fullkomið dæmi um efnið sem um var rætt. Besta dæmið um þetta var útskýring kennarans á hesthausaatriðinu í Godfather þar sem tvö ólík tónlistarstef rekast á.
Það var sérstaklega ánægjulegt að kvikmyndirnar sem voru sýndar í tímunum voru flestum nemendum ókunnar en um leið lykilverk og hæfilega krefjandi. Mér þótti verst að kvikmyndarnir voru sýndar seint á mánudagseftirmiðdögum og átti ég stundum erfitt með að halda mér vakandi þótt ég vildi alls ekki missa af neinu.
Það sem betur mætti fara
Þar sem þetta er kúrs í kvikmyndagerð finnst mér að aðaláherslan skyldi vera lögð á að gera kvikmyndir í stað þess að gagnrýna þær í bloggformi. Ég lærði langmest af því að gera myndir sjálfur og hefði helst viljað gera heilan helling af stuttmyndum á vetrinum. Núna er klippitölvan komin í allri sinni dýrð og væri ég kennarinn legði ég langmesta áherslu á stuttmyndagerð. Mér fannst of miklum tíma varið í handritagerð á la Bob McKee og jafnvel mætti sleppa því að fara í kvikmyndasögu í tímunum, það er vissulega áhugavert efni en ekkert meira en það og auðvelt fyrir nemendur að kynna sér það sjálfir. Mér hefði fundist gaman hefði kúrsinn gengið aðeins út á það að horfa á bíómyndir og búa til bíómyndir, það væri ídeal. Fræðilegu atriðin mættu læðast inn um bakdyrnar, og þá fyrst og fremst myndataka og skotgreining. Með undirstöðuatriðum í handritagerð væri það fræðilegur þáttur sem sómi væri að.
Það sem ég lærði af því að gera stuttmynd í 7 stiga frosti í 10 tíma á dag ofl.
Þegar við vorum að taka stuttmynd á vorönn fór hópurinn með Erlend Durante út í sveit. Við tókum einn og hálfan klukkutíma af efni við mjög erfið skilyrði og enduðum á því að henda því öllu. Ég lærði mjög mikið á þessum þremur dögum þrátt fyrir það að ekkert hafi komið út úr tökunum. Jafnvel þótt hugmyndin sé góð getur allt farið til fjandans ef skipulagningin er ekki í lagi.
Þegar þú tekur upp út í sveit er mjög mikilvægt að taka með sér nesti. Við vorum 25-30 tíma við tökur og amk. 1/3 af tímanum fór í það að keyra í bæinn eftir vistum. Munið að búa ykkur vel! Ég gleymdi húfu einn daginn og átti hreinlega erfitt með mig á tökustað.
Ég tek einnig heils hugar undir með Óla blómi þegar hann segir að lýðræðið skemmi fyrir handritagerð. Við lærðum það af biturri reynslu. In the words of Rainier Wolfcastle: There were script problems from day one
Ég myndi skipta hverjum hóp upp í annars vegar klippingu og hins vegar handrit, td. þannig að tveir sjái um handrit og tveir um klippingu, og svo geta allir verið á tökustað. Þrátt fyrir reynsluleysið gekk okkur vel á tökustað með þeirri aðferð að ákveða fyrst um hvað skyldi rætt í hverri senu fyrir sig og spinna síðan senuna jafnóðum.
Að lokum vil ég þakka Sigga Palla fyrir frábæru kennslu, þetta voru geðveikir tímar
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ágætispunktar.
Ég er sammála því að það mætti vera meira verklegt, a.m.k. ein mynd til viðbótar (ég er að hugsa um að bæta inn einni heimildarmynd). Ég myndi samt alls ekki vilja fórna blogginu.
Tek undir það að það þarf að taka McKee til endurskoðunar.
Takk fyrir veturinn.
7½ stig fyrir þessa færslu.
Þá endarðu í 68 stigum.
Post a Comment