Ég hef þann veikleika að geta ekki horft á „mind-fuck“ myndir án þess að verða gjörsamlega skemmdur af þeim. Þá er ég að meina myndir sem innihalda mikið af atburðum sem eru annaðhvort óútskýranlegir eða einfaldlega spooky. Allar myndir frá David Lynch til Alfred Hitchcock eru á bannlistanum mínum. Þær hafa oft mikil áhrif á mig og er ég stundum lengi að jafna mig á þeim og sannfæra mig að svona gerist bara í bíómyndunum. La jetee var því ekki tilvalin mynd fyrir mig.
Myndin fjallar um eftirlifendur þriðju heimsstyrjaldarinnar sem lifa í neðanjarðargöngum. Nokkrir af eftirlifendununum byrja að rannsaka tímaflakk og nota til þess aðra menn sem tilraunadýr með hræðilegum afleiðingum. Aðalpersónan er eitt þessara tilraunadýra en honum tekst að lifa tilraunina af. Þegar hann er sendur aftur í tímann hittir hann alltaf sömu konuna sem hann man eftir frá því að hann var barn.
Þessi mynd er mjög merkileg þar sem hún er aðeins gerð úr ljósmyndum, þ.e. sagan er aðeins sögð með svart hvítum ljósmyndum og með frásögn aðalpersónunnar í voice-over. Í myndinni eru mjög óhugnalegir atburðir, t.d. er settur rosalega óhugnalegur búnaður á tímaflakkarana og oft heyrist í öðrum rannsóknarmanninum telja hljóðlega upp á tíu á þýsku. Það sem gerði hins vegar útaf við mig var þegar ég sá aðalleikkonuna blikka augunum (ég minni á að myndin er aðeins sýnd með ljósmyndum). Ég held ég hafi sjaldan verið jafn hræddur í bíó. Ég sá þessa mynd mjög snemma í kvikmyndagerðartíma og var auk þess illa sofinn og hélt því að ég væri orðinn geðveikur. Það var því mikill léttir fyrir mig þegar vinir mínir byrjuðu að tala um það hversu ógeðslegt það var þegar konan blikkaði augunum.
Fyrsti hlutinn af La Jetée
1 comment:
Ágæt færsla. 6 stig.
Varðandi blikkið, þá er það skemmtilegt dæmi um það hvernig andstæður og kontrapunktar skapa spennu og áhrif. Það er náttúrulega ekkert sérstakt við það að sjá konu depla augunum, en þegar myndin er öll í ljósmyndum, þá myndar það rosalegan kontrapunkt sem hefur þessi miklu áhrif.
Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst nálgunin í Bourne Ultimatum varhugaverð. Ef öll myndin er í 6. gír með nítróið í botni, þá eru engir toppar, engir kontrapunktar, og er miklu erfiðara að undirstrika mikilvæga senu.
Post a Comment